Vetrarríki á Vestfjörðum

Þrír bílar fóru útaf á Hvilftarströndinni í morgun

Það hefur snjóað mikið á Vestfjörðum. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og yfir Þröskulda. Vegurinn um Súðavíkurhlíð var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum.

Á Hvilftarströnd fóru þrír bílar útaf veginum í morgun og þurftu aðstoð björgunarsveita. Hér má sjá myndband af björgunasveitarmönnum að störfum.

Veðurstofan spáir áframhaldandi norðanátt í dag, 18-23 m/s og snjókomu. Í athugasemd veðurfræðings segir að útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað. Útlit er fyrir að veðrið gangi niður svo um munar á laugardag, fyrst um landið vestanvert.

smari@bb.is

DEILA