Svalur nóvember

Nú er nóv­em­ber­mánuður hálfnaður og hef­ur hann verið frem­ur sval­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings. Meðal­hiti í Reykja­vík er +1,5 stig, -0,5 neðan meðallags 1961-1990, en -2,3 stig­um neðan meðallags síðustu tíu ár. Nóv­em­ber hef­ur þó tvisvar á öld­inni byrjað kald­ari í Reykja­vík en nú, árin 2005 og 2010. Hlýj­ast var árið 2011. Á langa sam­an­b­urðarlist­an­um er mánuður­inn nú rétt neðan við miðju, í 78. sæti af 142. Fyrri hluti nóv­em­ber var hlýj­ast­ur árið 1945 (8,2 stig), en kald­ast­ur 1969 (-2,6 stig). Meðalhiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum landsins, minnst í Seley, -0,8 stig, en mest í Veiðivatnahrauni, -3,9 stig.

Trausti skrifar að hita er spáð undir meðallagi næstu daga „svo það verður trúlega þungur róður fyrir mánuðinn að ná meðallagi hvað hita varðar.“

smari@bb.is

DEILA