Sumarhús gjörónýtt eftir eldsvoða

Mynd: Strandir.is

Mannlaust sumarhús í Bjarnarfirði í Kaldrananeshreppi, milli Drangsness og Hólmavíkur, eyðilagðist í eldi í gærkvöldi. Húsið, sem er gamall sveitabær sem breytt hefur verið í sumarhús, er gjörónýtt.

Slökkviliðsmenn úr slökkviliðum Strandabyggðar og Kaldrananeshrepps taka þátt í slökkvistarfinu og hafa við það notið aðstoðar heimamanna. Á vef RÚV segir að slökkvistarf hafi gengið nokkuð vel en aðstæður nokkuð erfiðar. Til dæmis þurfti að brjóta leið niður að nálægri á til að komast í vatn, og var það gert með aðstoð heimamanns á sérútbúinni dráttarvél. Brjóta þurfti niður hluta þaks og veggja til að komast að síðustu glæðunum og slökkva þær.

Eldsupptök eru ókunn en lögregla hefur nú tekið við vettvangi og mun leiða rannsókn á þeim.

smari@bb.is

DEILA