Samgöngufélagið gefur skilti

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð og Jónas Guðmundsson með skiltið góða.

Bílafloti landsmanna rafvæðist hraðar en nokkurn óraði fyrir þó að rafmagnsbílar séu enn í miklum minnihluta. Rafmagnsbílarnir verða langdrægari með hverju árinu og hægt en bítandi byggist upp net hleðslustöðva á landinu. Fyrr á árinu fékk Vesturbyggð hleðslustöð að gjöf frá Orkusölunni og er stöðin staðsett fyrir utan íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð á Patreksfirði. Í vikunni kom Jónas Guðmundsson sýslumaður færandi hendi með skilti til að merkja stöðina, en skiltið er gjöf frá Samgöngufélaginu sem Jónas er í forsvari fyrir.

DEILA