Nálægð við fiskimið og gjöful fuglabjörg einkennandi

Lundar í Látrabjargi.

Matur er stór hluti af ímynd þjóða og speglar náttúruna, söguna og tíðarandann. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi angi innan ferðaþjónustunnar og ljóst að mikil tækifæri í matvælaframleiðslu eru samfara stórauknum fjölda erlendra ferðamanna. Á litlu og fámennu landi eins og Íslandi má finna svæðisbundin einkenni í matargerð og -hefðum, þó svo að í fylling tímas hafi þau að stóru leyti máðst út.

Verkefnið Matarauður Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er megin tilgangur þess að auka ásókn í íslenskar matvörur og efla jákvæða ímynd þeirra og  með því að styrkja verkefni sem stuðla að eflingu matarferðaþjónustu og annarra atvinnutækifæra í tengslum við matarauðinn okkar um land allt. Á vefsíðu Matarauðs má forvitnast um matarhefðir landshlutanna og þar segir í stuttu máli um mat og matargerð á Vestfjörðum að nálægð við gjöful fiskimið og lítið undirlendi til landbúnaðar hafi mótað hefðirnar. í sögulegu ljósi er fiskmeti einkennandi á Vestfjörðum og sem og nálægð við stærstu fuglabjörg landsins.

smari@bb.is

DEILA