Misvísandi niðurstöður

Það er ekki hægt að segja að könnun bb.is á vilja kjósenda fyrir kosningar hafi að öllu leyti gengið upp, en hugsanlega gefið vísbendingar um hvar hugur kjósenda í Vestfjarðarhluta kjördæmisins lægi. Lesendur bb.is reiknuðu með meira tapi Sjálfstæðisflokksins en raun varð en fylgi Framsóknarflokks og Vinstri grænna var nákvæmlega niðurstaða kosninga, 18% til Framsóknarflokks og 18% til VG. Lesendur bb.is voru bjartsýnni fyrir hönd Bjartrar Framtíðar og Pírata en raun varð á en höfðu enga trú á að Miðflokkurinn væri málið í kjördæminu. Viðreisn og Samfylking voru nokkurn veginn á pari en Flokkur fólksins heldur stærri að lesendur gerðu ráð fyrir.

En, svona könnun er nú meira til gamans gerð og hefur engar fræðilegar undirstöður.

DEILA