Met slegið í Dýrafjarðargöngum

Nýtt met var slegið í vikunni þegar grafnir voru 75,2 m á einni viku og að auki fór lengd ganganna yfir 500 m markið. Heildarlengd ganganna í lok viku 46 var 529,3 m sem er 10,0% af heildarlengd ganganna.

Bergið var að springa vel og göng nokkuð þurr á þeim kafla sem unnið var á þessa vikuna.

Efni úr göngum var að miklu leyti keyrt í vegfyllingu sem nær nú 360 m út frá fyrirhuguðum enda  gangamunna, hins vegar á enn eftir að hækka veginn um nokkra metra.

bryndis@bb.is

 

DEILA