Framvarðasveitirnar á landinu

Það verður hæg breytileg átt og léttskýjað á Vestfjörðum í dag. Frost 2-10 stig. Í athugasemdum veðurfræðings kemur fram að dægurlágmarkshitametið var sett í Möðrudal árið 1978 en þá var 24.2 stiga frost. Frost fór niður fyrir 18 stig í nótt sumsstaðar á hálendinu og það herðir dálítið á frosti með deginum, að dægurmetið falli í dag er ólíklegt, en ekki ómögulegt. Það mætti því segja að framvarðasveitir veturkonungs séu á landinu, en þær verða hraktar burt um miðja viku þegar að hvessir úr suðvestri með súld og rigninu vestanlands og hlýnar vel yfir frostmark.

smari@bb.is

DEILA