Fagna opnun veiðisvæða

Mynd úr safni

Sam­tök drag­nóta­manna fagna opn­un veiðisvæða fyr­ir drag­nót á norðan­verðu land­inu. Ekki eru all­ir á eitt sátt­ir um þessa opn­un eft­ir að svæðin höfðu verið lokuð í nokk­ur ár og hafa orðið deil­ur síðustu daga milli hags­munaaðila.

Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um drag­nóta­manna seg­ir að hafa beri í huga að um­rædd­ar lok­an­ir hafi ekki byggst á mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum varðandi um­hverf­isáhrif veiðanna eða vernd líf­rík­is, sbr. fyrirliggj­andi skýrsl­ur og álit Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um efnið. Ekki held­ur hvað varði skipt­ingu veiðisvæða milli veiðarfæra enda henti það botn­lag sem drag­nót­in nýt­ir síður veiðum með krók­um.

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa sagt að engin fiskifræðileg rök séu fyrir banninu.

smari@bb.is

DEILA