Átta blaklið frá Vestra voru á ferð og flugi og spiluðu fjölmarga leiki á höfuðborgarsvæðinu síðustu helgi.

Meistaraflokkur kvenna vann Fylki 3-1 en tapaði 1-3 fyrir Aftureldingu.

Stelpurnar í 2. flokki unnu svo Aftureldingu 3-1

Meistaraflokkur karla tapaði 3-0 gegn Aftureldingu

  1. flokkur drengja tapaði naumlega 2-3 í spennandi leik gegn HK, en vann Aftureldingu 3-1.

Íslandsmót að hausti var haldið í Fagralundi í Kópavogi í 5. og 6. flokki og átti Vestri tvö lið í hvorum flokki. Mikið var um góð tilþrif á mótinu og stóðu Vestra krakkarnir sig vel jafnt innan vallar sem utan. Liðin spiluðu mismunandi stig af krakkablaki sem eru blaklíkir leikir þróaðir til að þjálfa unga krakka í blaki. Allir lærðu mikið á mótinu og fór stöðugt fram á meðan á því stóð. Nefna má að 5. flokkur Vestra náði 3. sæti í deild A-liða.

Þetta kemur fram á vef Vestra.

DEILA