Árneshreppur í New York Post

Batman horfir yfir síldarverksmiðjuna í Djúpuvík.

Í ferðablaði New York Post er ítarleg umfjöllun um Árneshrepp á Ströndum. Tilefni umfjöllunarinnar er frumsýning Hollywoodmyndarinnar Justice League sem var tekin upp að hluta í hreppnum, fyrst og fremst í Djúpuvík. Kvikmyndin skartar súperstjörnunni Ben Affleck í hlutverki Batman en í myndinni er litríkt gallerý ofurhetja og nægir að nefna auk Batmans þau Súperman, Ofurkonuna og Hvell-Geira.

Djúpu­vík m.a. lýst sem ein­hverju af öðrum heimi. Þar seg­ir að svæðið hafi fljótt heillað leik­stjór­ann og fram­leiðand­ann sem tökustaður. „Hér er eng­in þörf fyr­ir tækni­brell­ur, bara gam­aldags kvik­mynda­töku til að ná hinu nátt­úru­lega um­hverfi,“ er m.a. haft eft­ir fram­leiðand­an­um Jim Rowe um tök­urn­ar á Íslandi.

Í grein New York Post er þess getið að íbú­ar Árnes­hrepps séu um fimm­tíu og sagt frá sögu síld­ar­æv­in­týr­is­ins í Djúpu­vík. Útitök­urn­ar voru tekn­ar á staðnum en inni­tök­urn­ar voru tekn­ar í kvik­mynda­veri í Bretlandi þar sem búið var að endurgera verksmiðjuna að ákveðnu leyti.

smari@bb.is

DEILA