Áfram lokað til Súðavíkur

Dregið hefur úr vindi á Vestfjörðum og Veðurstofan spáir norðan 8-13 m/s og lítilsháttar éljagangi í dag. Frost 0-5 stig. Í kvöld dregur enn frekar úr vindi og spáir hægri austlægri átt á morgun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi og þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði. Klettháls er lokaður fyrir umferð og vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn haldið lokuðum frá því í gær vegna snjóflóðahættu. Á norðanverðum Vestfjörðum er í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu, en ekki er talin hætta í byggð.

smari@bb.is

DEILA