Ætlaði hvort eð er ekki að verða afrekskona í íþróttum

Vestfirðingur ársins 2016, Katrín Björk Guðjónsdóttir, sér sem fyrr gleðina í öllu og heldur einarðlega áfram því verkefni sínu að ná bata. Á bloggsíðu sinni gefur hún okkur hinum tækifæri á að fylgjast með sigrum sínum, stórum sem smáum,  sem til að mynda voru í október að geta sleikt efri vörina, geta rækst sig og hóstað. Það er upplýsandi að lesa færslur þessarar miklu baráttukonu sem mun án vafa komast þangað sem hún ætlar, hún lýsir æfingum sínum og kosningareynslu og hún rifjar upp tilfinningar sínar og minningar frá snjóflóðinu 1995.

Í nóvember pistli sínum minnist hún styrktartónleika sem haldnir voru fyrir hana og fjölskyldu hennar og má glöggt sjá hve þakklát hún er þeim stuðningi sem hún fékk. Með pistlinum eru nokkrar myndir af henni og vinkonu hennar Arnheiði Steinþórsdóttur en þær hafa margt brallað í gegnum tíðina.

Með pistlinum, og þessari frétt, er líka myndband sem gert var í tilefni þátttöku þeirra stallna, ásamt fleirum, í Samfés árið 2009. Um myndbandið segir á youtube: Lagið sem Katrín Björk söng á Samfés í Laugardalshöllinni febrúar 2009, tekið upp í studioinu hjá Önundi Pálssyni í Önundarfirði . Katrín Björk (söngur), Arnheiður (Píanó og bakrödd), Daníel Freyr (Gítar), Gauti Geirsson (Bassi) Páll Sólmundur (Gítar), Einar Óli (Trommur)

Nú líður að kjöri Vestfirðings ársins 2017 og tímabært að íhuga hver eigi skilað þennan titil.

bryndis@bb.is

DEILA