Æfingin öllum til sóma

Flugslysaæfing Isavia sem var haldin á Ísafjarðarflugvelli í október gekk mjög vel í flesta ef ekki alla staði og var viðbragðsaðilum og öðrum sem tóku þátt í æfingunni til sóma. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Isavia um æfinguna. Um 170 manns tóku þátt í æfingunni. Í handriti æfingarinnar var miðað við að erlend leiguflugvél af gerðinni SAAB 340 kæmi inn til lendingar á braut 26 í mjög byljóttum vindi. Rétt fyrir lendingu lendir hún í niðurstreymisvindi og skellur til jarðar örskammt frá brautarenda. Vélin brotnar í nokkra hluta og eldar koma upp í hluta af brakinu. Áætlað er að um borð séu í kring um 40 farþegar og áhöfn.

Isavia heldur flugslysaæfingar á fjögurra ára fresti á áætlunarflugvöllum á landinu. Tilgangurinn með æfingunum er að gera viðbragðseiningar hæfari til þess að bregðast við hópslysi.

smari@bb.is

DEILA