Hverfisráð efri- og neðribæjar á Ísafirði hefur fengið samþykkt tillögu um að settur verði upp svokallaður ærslabelgur á Eyrartúni, í nágrenni við gamla sjúkrahúsið. Ærslabelgur er uppblásin dýna sem yngstu kynslóðunum þykir einkar gaman að ærslast á. Í fyrra var settur upp ærslabelgur í Bolungarvík og hefur hann mælst vel fyrir. Í kostnaðarmati sem bæjarráð lét vinna kemur fram að kostnaðurinn nemur um 2,7 milljónum króna og hefur bæjarráð samþykkt tillögu hverfisráðsins.

smari@bb.is

DEILA