Vextir lækkar í 4,25%

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sentu­stig. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lánum sem oft eru nefndir stýri­vext­ir, verða því 4,25 pró­sent.

Í frétt á vef Seðla­bank­ans um ákvörðun nefnd­ar­innar seg­ir: „Horfur eru á minni hag­vexti í ár en í fyrra, m.a. vegna þess að hægt hefur á vexti ferða­þjón­ustu. Hag­vöxtur verður þó áfram tölu­vert mik­ill. Vís­bend­ingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóð­ar­bú­skapn­um.

Verð­bólga hefur hjaðnað nokkuð síðustu tvo mán­uði og í sept­em­ber mæld­ist hún 1,4%. Mæli­kvarðar á und­ir­liggj­andi verð­bólgu eru enn lægri og hjaðn­andi. Gengi krón­unnar hefur lítið breyst frá síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar, eftir lækkun sl. sum­ar, og er 4,5% hærra en á sama tíma í fyrra. Mæli­kvarðar á verð­bólgu­vænt­ingar eru í nokkuð góðu sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið­ið. Geng­is­sveiflur und­an­far­inna mán­aða hafa haft til­tölu­lega lítil áhrif á verð­bólgu og skamm­vinn áhrif á verð­bólgu­vænt­ing­ar.

Verð­­bólga hefur verið undir 2,5 pró­­sent mark­miði Seðla­­banka Íslands í um 44 mán­uði sam­fleytt og bank­inn hefur því verið að lækka meg­in­vexti sína.

smari@bb.is

DEILA