Verkalýðsfélagið og Fræðslumiðstöðin í samstarf á Hólmavík

Frá vinstri: Elfa Svanhildur Hermannsdóttir forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar, Ingibjörg Benediktsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verk Vest.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur samþykkt að fara í samstarf við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um ráðningu verkefnastjóra á Hólmavík. Til verkefnisins hefur verið ráðin Ingibjörg Benediktsdóttir á Hómavík, en Ingibjörg er Strandamaður í húð og hár og því vel tengd og kynnt á svæðinu. Ingibjörg mun sjá um fræðsluverkefni félagsins ásamt samskiptum við starfsfræðslusjóði sem félagið er aðili að. Einnig mun Ingibjörg sjá um afgreiðslu fræðslustyrkja og utanumhald með fræðslumálum til trúnaðarmanna ásamt því að þjónusta félagsmenn Verk Vest á Ströndum og Reykhólahreppi. Forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar og Ingibjörg mættu á starfsmannafund hjá Verk Vest fyrr í dag þar sem verkefnið var kynnt fyrir starsfólki Verk Vest.

DEILA