Veiðigjöld verði endurskoðuð

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda mótmælir hækkun veiðigjalda og telur að útreikningur veiðigjalda sé ekki framkvæmdur á réttan hátt. Aðalfundur sambandsins var haldinn um síðustu helgi. LS skorar á stjórnvöld að breyta lögum um veiðigjald og hafnar þeim málflutningi að útgerðarmenn hafi átt að sjá hækkanirnar fyrir og leggja fé til hliðar. „Smábátaeigendur glíma enn við gríðarlega háa greiðslubyrði lána vegna afleiðinga Hrunsins. Öll endurnýjun hefur því setið á hakanum fyrir skuldbindingum. Auk veiðigjaldsins kemur hrun fiskverðs af fullum þunga á þessa viðkvæmu útgerð og ekkert lát á smánarlegri hækkun á veiðiheimildum í þorski.“

Aðalfundurinn samþykkti að barist verði af alefli fyrir því að strandveiðar verði leyfðar fjóra daga í viku frá 1. maí til 31. ágúst ár hvert á öllum svæðum án þess að það komi til stöðvunar veiða.

smari@bb.is

DEILA