Tvöfaldur Evrópumeistari eftir fyrsta keppnisdag

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið einstaklega sigursæl síðustu ár.

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir bætti tveimur Evrópumeistaratitlum í safnið sitt á fyrsta degi Evrópumeistaramóti DSISO sem er haldið í París. Á fyrsta keppnisdegi í gær tók hún þátt í tveimur greinum, 50 metra flugsundi og 100 metra baksundi. Flugsundið var æsispennandi sem Kristín sigraði mjög naumlega og ekki nema 6 sekúndubrotum á undan næsta keppanda.

Seinnipartinn í gær var komið að 100 metra baksundi en það er grein sem Kristín óttaðist eilítið fyrirfram eftir að hafa gert ógilt í sömu grein á móti í Malmö í vor. Kristín Þorsteinsdóttir er íþróttakona sem lætur ekkert stoppa sig og hélt ótrauð til sunds og landaði að sjálfsögðu öðrum Evrópumeistaratitli.

DEILA