Sigur í fyrsta heimaleik

Meistaraflokkur kvenna með Tihomir Paunovski þjálfara.

Meistaraflokkur kvenna hjá Vestra sigraði ÍK í sínum fyrsta heimaleik keppnistímabilsins í 1. deildinni í blaki. Leikurinn fór fram í gær og endaði með 3-0 sigri Vestra. Fyrsta hrinan fór 25-20, sú næsta 25-19 og þriðja hrinan fór 25-22. Hrinurnar voru jafnar og skiptust liðin á að vera með forystu.

Á laugardaginn spilaði annar flokkur stúlkna við Þrótt frá Reykjavík og fór leikurinn fram á Þingeyri. Þróttur bar 3-1 sigur úr býtum í miklum baráttuleik. Vestrastelpur unnu fyrstu hrinuna nokkuð sannfærandi, en Þróttur vann aðra hrinu með talsverðum mun. Í þriðju hrinu mörðu Þróttarastúlkur sigur 28-26 í langri hrinu sem gat farið á hvorn veginn sem var. Fjórðu og síðustu hrinu unnu þær lílka með minnsta mögulega mun 26-24.

Það verður áhugavert að fylgjast með kvennaliðum Vestra í vetur, en blak er vaxandi íþróttagrein vestra.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá leik 2. flokks á Þingeyri.

This slideshow requires JavaScript.

smari@bb.is

DEILA