Óbreyttur listi

Efstu fimm á lista Sjálfstæðisflokkurinn.

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins þingaði í Borgarnesi í gær. Tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að leggja fram óbreyttan lista frá því í þingkosningunum fyrir ári var samþykkt. Í efstu þremur sætunum eru Haraldur Benediktsson alþingismaður, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Teitur Björn Einarsson alþingismaður.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins:

 1. Haraldur Benediktsson frá Vestra-Reyni, bóndi og alþingismaður.
 2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir frá Akranesi, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og lögfræðingur.
 3. Teitur Björn Einarsson frá Flateyri, alþingismaður og lögfræðingur.
 4. Hafdís Gunnarsdóttir frá Ísafirði, forstöðumaður
 5. Jónína Erna Arnardóttir í Borgarnesi, tónlistarkennari og sveitarstj.ftr.
 6. Aðalsteinn Orri Arason frá Varmahlíð, verktaki og búfræðingur.
 7. June Scholtz frá Hellissandi, fiskvinnslukona.
 8. Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Hvammstanga, oddviti Húnaþings vestra.
 9. Ásgeir Sveinsson frá Patreksfirði, form. bæjarráðs Vesturbyggðar og bóndi.
 10. Steinunn Guðný Einarsdóttir frá Flateyri, ferðamálafræðingur.
 11. Sigríður Ólafsdóttir frá Víðidalstungu, ráðunautur og sauðfjárbóndi.
 12. Böðvar Sturluson úr Stykkishólmi, framkvæmdastjóri og vörubifr.stjóri.
 13. Pálmi Jóhannsson úr Búðardal, framkvæmdastjóri og pípulagningamaður.
 14. Guðmundur Brynjar Júlíusson frá Akranesi, nemi.
 15. Þrúður Kristjánsdóttir úr Búðardal, fyrrverandi skólastjóri.
 16. Einar Kristinn Guðfinnsson frá Bolungarvík, fv. forseti Alþingis

smari@bb.is

DEILA