Nýtt gólf kostar 38 milljónir

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að taka tilboði Sport-tækja ehf. um lagningu nýs gólfefnis í íþróttahúsið á Torfnesi. Tilboðið hljóðar upp á 36 milljónir kr. Með hönnunar- og eftirlitskostnaði er gert ráð fyrir að heildarkostnaður verði 38 milljónir kr. Í fjárfestingaráætlun bæjarins er gert ráð fyrir 35 milljón kr. framlagi til verksins og því hefur bæjarráð samþykkt gerð viðauka við fjárfestingaráætlun.

Gólfið í íþróttahúsinu er komið til ára sinna, enda mikið búið að skarka á því í rás tímans.

smari@bb.is

DEILA