Norðanátt í kortunum

Samstöðumótmæli verða á Silfurtorgi kl 17.

Í dag verður norðaustanátt 8-13 m/s norðvestanlands, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að á morgun verði norðaustanátt 3-10 m/s. Skýjað og dálítil væta austanlands, en léttskýjað sunnan heiða og hiti breytist lítið.

Það er spáð vestan kalda og skýjuðu vestanlands á fimmtudag, en bjartviðri á austanverðu landinu.

Á föstudag er útlit fyrir vestan 8-13 m/s með rigningu og mildu veðri.

smari@bb.is

DEILA