Milljarður í 4,5G senda




Fjar­skipta­fyr­ir­tækið Nova kynnti í morg­un að fyr­ir­tækið hafi sett í loftið fyrstu 4,5G send­ana. Nova áætl­ar að fjár­festa fyr­ir um 1 millj­arð á ári næstu tvö árin og að megnið af fjár­fest­ing­um fé­lags­ins mun fara í upp­bygg­ingu 4,5G kerf­is­ins.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Nova seg­ir að það sé meðal fyrstu farsíma­fyr­ir­tækja í Evr­ópu til þess að hefja slíka þjón­ustu en áætlað er að net­hraði í farsím­um viðskipta­vina Nova muni u.þ.b. þre­fald­ast. Nova hef­ur á síðustu vik­um sett upp fyrstu 4,5G send­ana og því geta þeir sem eru með nýj­ustu farsím­ana nú þegar tengst 4,5G kerf­inu, en á af­mörkuðum svæðum til að byrja með.

Þá hef­ur verið hrint af stað sér­stöku tækni­verk­efni und­ir yf­ir­skrift­inni Nova X, sem fel­ur í sér inn­leiðingu á fjöl­mörg­um tækninýj­ung­um. Til að mynda verður inn­leidd ný tækni sem nefn­ist VoLTE (Voice over LTE) og fel­ur hún í sér að sím­töl­um er streymt yfir netið, í stað þess að þau fari um sím­kerfi.
Seg­ir í til­kynn­ing­unni að VoLTE muni stór­bæta bæði hljóm í sím­töl­um sem og gæðum myndsím­tala en um sé að ræða bæði háskerpu hljóð og mynd. Þá muni teng­ing sím­tala verða marg­falt hraðari. Stuðning­ur við VoLTE tækn­ina verði í flest­um nýj­um farsím­um en sé nú ein­göngu í Sam­sung S7 hjá Nova.

DEILA