Mikil blakhelgi hjá Vestra

Kjartan Óli Kristinsson

Kjartan Óli Kristinsson er nú komin til Englands og hefur íslenska liðið þegar spilað einn leik, við Dani og tapað enda eru Danir með firnasterkt lið og unnu keppnina í fyrra. Okkar maður var í byrjunarliðinu og spilaði eftir því sem best verður séð allan leikinn. Núna klukka 13:30 hefst svo leikur við heimamenn.

2. flokkur stúlkna ásamt þjálfara sínum.

Annar flokkur stúlkna heldur í dag norður í land, til Húsavíkur og mun þar etja kappi við Völsunga og Þrótt frá Neskaupstað. Samkomulag var gert milli Vestra og Þrótt Nes að mætast á miðri leið og ljúka sínum leikjum á Húsavík og spara sér ferðalög landshorna í milli.

bryndis@bb.is

DEILA