Laxveiðin yfir meðallagi

Laxveiðin í sumar var 10% yfir langtímameðaltali (1974-2016) og 14% lakari en í fyrra. Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, en þar stendur veiði til 20. október. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar.

Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2017 sýna að alls veiddust um 46.500 laxar. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa um 10% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2016 sem er 41.880 laxar. Veiðin 2017 var um 6.800 löxum minni en hún var 2016, þegar 53.329 laxar veiddust á stöng. Í tölum um heildarlaxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði, oftast kallast veitt og sleppt.

Veiði á suðvest­ur­landi var meiri en í fyrra en veiði á Vest­ur­landi svipuð og 2016. Í öðrum lands­hlut­um hafi veiðin dreg­ist sam­an á milli ára. Veiðin í ár hafi verið best í mörg­um ám seinni hluta veiðitíma­bils­ins. Veiði á stór­laxi hafi þó verið með minna máti. Sama hafi gilt um smá­laxa, nema á Vest­ur­landi.

Í frétt­inni seg­ir að breyti­leiki á milli ára sé meiri síðustu ár en áður séu dæmi um. Ástæðurn­ar megi rekja til breyt­inga á af­föll­um laxa í sjó. Fæðuskil­yrði ráði þar miklu um.

DEILA