Kosningakaffi og vökur

Það er hefð fyrir því að Stjórnmálaflokkar bjóði gestum og gangandi upp á kaffi og girnilegar kræsingar á kjördag og fylgist svo saman með úrslitum í kosningasjónvarpinu.

Framsóknarflokkurinn býður að venju upp á sitt kosningakaffi í Framsóknarhúsinu frá 14-18 og kosningavakan hefst kl. 21:30.

Vinstri græn og Samfylking eru með sín kosningakaffi í Edinborgarhúsi frá 14-17, VG í Rögnvaldarsal og Samfylking í Bryggjusal. Flokkarnir eru svo saman með kosningavöku um kvöldið í Edinborg Bistro

Sjálfstæðisflokkurinn er með sitt kosningakaffi að Aðalstræti 24, frá 12-18 og á sama stað verður kosningavakan sem hef um kl. 21

Viðreisn ætlar ekki að vera með kosningakaffi og hvetur til hófsemdar í neyslu sætmetis og áfengis.

Píratar verða með kosningavöku í Skúrinni við veitingastaðinn Húsið á Ísafirði og Skúrin verður opnuð kl. 19.

Upplýsingar fengust ekki frá fleirum en hér að neðan eru myndir teknar á kosningaskrifstofum flokkanna í fyrra.

Hér fyrir neðan eru myndir frá kosningagleðinni fyrir ári.

This slideshow requires JavaScript.

bryndis@bb.is

DEILA