Heilbrigðismál í forgangi

Gallup gerir árlega könnun um forgangsröðun landsmanna á fjárlögum fyrir þingflokk Pírata. Könnunin í ár náði yfir fimm vikur þegar fjármálaáætlun var rædd á Alþingi í vor.

Í könnununum hafa landsmenn verið beðnir að forgangsraða skattfé til málaflokka á fjárlögum. Í ár var bætt við könnunina valmöguleikunum að lækka skatta og ríkisskuldir. Af könnuninni er því í ár hægt að lesa hvort aukin útgjöld ríkisins til ákveðinna málaflokka eða lægri skattar og niðurgreiðsla ríkisskulda sé í forgangi hjá kjósendum mismunandi flokka og kjördæma.

Málaflokkar.

Könnunin sýnir að heilbrigðismálin eru áfram í afgerandi forgangi með forgangseinkunnina 79 á meðan að lækkun allra skatta og ríkisskulda hefur samtals einkunnina 47 yfir landið í heild. Mennta- og fræðslumál eru í öðru sæti með einkunnina 38, Samgöngumál og Löggæslu- og öryggismál eru jöfn með 30, og í fjórða sæti eru almannatryggingar og velferðarmál með 29.

Kjördæmi.

Heilbrigðismálin eru einnig í mesta forgangi í öllum kjördæmum. Höfuðborgarsvæðið setur meir forgang á menntun en landsbyggðin. Suðurkjördæmi sker sig úr með mesta áherslu á löggæslu.

Húsnæðismál vega þyngra hjá kjósendum byggðarkjarna landsins og snýst dæmið við í samgöngumálum sem vega þyngra á kjósendum kjördæma með dreifðari byggð.

Stjórnmálaflokkar.

Heilbrigðismálin eru jafnframt forgangsmál kjósenda allra flokka. Lægsta forgangseinkun fá þau hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins með forgangseinkun 65 á meðan að kjósendur Bjartrar Framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna gefa einkunn á milli 85 og 89. Kjósendur Samfylkingar og Vinstri Grænna setja leggja meiri áherslu á menntamálin en kjósendur annarra flokka og kjósendur Framsóknar setja mestan fókus á samgöngumál með einkunnina 41 á móti 30 á landsvísu. Málaflokkurinn almannatryggingar og velferðarmál fá forgangseinkun 40 frá kjósendum Samfylkingar, 37 frá kjósendum Pírata og 30 frá kjósendum Vinstri Grænna.

Hér má nálgast könnuna í heild sinni.

Bryndis@bb.is

DEILA