Góð byrjun hjá Vestra

Nemanja Knezevic (nr. 15) átti stórleik.

Vestri lagði Snæfell í fyrsta leik tímabilsins í 1. deild Íslandsmótsins í körfubolta, lokatölur voru 76-72. Nemanja Knezevic átti frábæran leik fyrir Vestra, skoraði 20 stig og tók 20 fráköst og var eins og klettur í vörninni. Nebojsa Knezevic skilaði sínu þrátt fyrir að hafa verið kominn með fjórar villur í fyrri hálfleik, hann skoraði 16 stig, sendi 10 stoðsendingar og náði 6 fráköstum. Fyrirliðinn Nökkvi Harðarson átti einnig góðan leik og fyrir utan að hafa skorða 12 stig, náð 4 fráköst og sent 3 stoðsendingar smitaði baráttuandi fyrirliðans út frá sér.

Í hálfleik var undirritaður endurnýjaður samstarfssamningur Körfuknattleiksdeildar Vestra og tölvu- og netþjónustufyrirtækisins Snerpu á Ísafirði. Snerpa hefur um árabil staðið þétt við bakið á körfuboltanum á Ísafirði en samstarf þessara aðila má rekja u.þ.b. tvo áratugi aftur í tímann.

Ingólfur Þorleifsson formaður körfuknattleiksdeildar Vestra og Jakob Einar Úlfarsson frá Snerpu skrifuðu undir endurnýjaðan samstarfssamning.
DEILA