Flokkarnir vilja skoða skosku leiðina

Forystumenn stjórnmálaflokkanna eru tilbúnir að skoða skosku leiðina í innanlandsflugi. Þetta kom fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Skoska leiðin felur í sér að íbúar á af­mörkuðum af­skekkt­um svæðum í Skotlandi fá 50% af­slátt af flug­leiðum til sex áfangastaða, inn­an og utan Bret­lands­eyja. Ríkið stend­ur fyr­ir þessu verk­efni, sem kall­ast ADS, Air Discount Scheme, og setti það á lagg­irn­ar í sam­ræmi við regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins um styrki við jaðarbyggðir.

Skoska ríkið niður­greiðir þessa þjón­ustu til um 70 þúsund not­enda á ári og kostnaður rík­is­ins nem­ur um 16-17 þúsund krón­um á hvern not­anda. Reynslan sýnir að að lang­flest­ir nota niður­greiðsluna til að heim­sækja vini og ætt­ingja, frem­ur en til að sinna öðrum er­ind­um svo sem vinnu.

Frá því verk­efnið var sett á fót í Skotlandi hef­ur farþegum fjölgað á öll­um leiðum þar sem þetta er í gildi og talið að 13% flug­ferðanna hefðu ekki verið farn­ar ef ADS hefði ekki notið við.

smari@bb.is

DEILA