Farþegafjölgun í innanlandsflugi

Nærri fjórtán þúsund fleiri farþegar nýttu sér ferðir frá innanlandsflugvöllunum á fyrri helmingi ársins og nam heildarfjöldinn 385 þúsundum. Hlutfallslega var aukningin langmest á Akureyri eða um tíund en samdrátturinn mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum eða rúmlega 13 prósent samkvæmt nýjum tölum frá Isavia sem turisti.is birtir. Þar sem flestar ferðir eru til og frá Reykjavík þá stóð flugvöllurinn í Vatnsmýri undir rúmlega helmingi farþegafjöldans og þar fjölgaði ferðum um 2,3% fyrstu sex mánuðina en á landsvísu nam aukningin 3,5%. Viðbótin á fyrri helmingi síðasta árs var nærri tvöfalt meiri eða 6,7%.

Á Ísafjarðarflugvelli jókst farþegafjöldinn lítillega, eða um 1,7 prósent. Fór úr 15.978 farþegum á fyrrihluta 2016 í 16.256 á þessu ári.

Farþegafjöldi á Ísafjaðrarflugvelli fyrstu sex mánuði hvers ár. Mynd: turisti.is

smari@bb.is

DEILA