Fækkaði í framhaldsskólum

Nem­end­ur á skóla­stig­um ofan grunn­skóla á Íslandi voru 42.589 haustið 2015 og fækkaði um 1.346 nem­end­ur frá fyrra ári, eða 3,1%, aðallega vegna fækk­un­ar nem­enda á fram­halds­skóla­stigi. Alls sóttu 19.086 karl­ar nám og 23.503 kon­ur. Körl­um við nám fækkaði um 874 frá fyrra ári (-4,4%) en kon­um um 472 (-2,0%). Þetta kem­ur fram í frétt Hag­stofu Íslands.

Á fram­halds­skóla­stigi stunduðu 23.085 nem­end­ur nám og fækkaði um 4,4% frá fyrra ári. Á viðbót­arstigi voru 866 nem­end­ur og var fjöldi nær óbreytt­ur. Á viðbót­arstigi er nám sem bæt­ist ofan á nám á fram­halds­skóla­stigi en er ekki á há­skóla­stigi. Á há­skóla­stigi í heild voru 18.638 nem­end­ur og fækkaði um 1,5% frá haust­inu 2014.

Rúmlega einn af hverjum þremur nemendum á framhaldsskólastigi var í starfsnámi haustið 2015 en 65,8% stunduðu nám á bóknámsbrautum. Hlutfall nemenda í starfsnámi hefur lítið breyst síðastliðinn áratug en var 36-38% á árunum 2000-2005. Hlutfall nema í starfsnámi haustið 2015 var mun hærra meðal karla en kvenna, eða 41,4% á móti 26,8% hjá konum.

Vinsælustu brautirnar á framhaldsskólastigi voru stúdentsprófsbrautir en 4.865 stunduðu nám á náttúrufræðibraut og 4.320 á félagsfræðibraut. Af starfsnámsbrautum voru nemendur flestir á listnámsbraut, 536 talsins, 477 stunduðu sjúkraliðanám og 448 voru í grunndeild rafiðna.

smari@bb.is

DEILA