Bleiki dagurinn er í dag

Föstudaginn 13. október er Bleiki dagurinn! Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein. Stuðningur okkar allra skiptir máli. Félagið hvetur fyrirtæki til að skipuleggja bleikt kaffi í vinnunni og bjóða samstarfsfélögum og auðvitað að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins.

Krabbameinsfélagið hvetur alla til að senda skemmtilegar, bleikar myndir af sér, fjölskyldunni, vinahópnum, og vinnufélögunum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á Facebook síðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan

bryndis@bb.is

DEILA