Alþýðufylkingin býður ekki fram í Norðvestur

Þorvaldur Þorvaldsson er leiðtogi Alþýðufylkingarinnar.

Alþýðufylk­ing­in hygg­ur á fram­boð í fjór­um kjör­dæm­um í alþing­is­kosn­ing­un­um sem fram fara 28. októ­ber. Fyrir kjósendur í Norðvesturkjördæmi sem eru lengst til vinstri á hinu pólitíska litrófi verður það að teljast vonbrigði að flokkurinn býður ekki fram í kjördæminu. Í fréttatilkynningu kemur fram Alþýðufylkingin býður fram í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Það eru því Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi sem verða útundan hjá Alþýðufylkingunni í kosningunum í lok október.

„Eins og gef­ur að skilja er erfitt fyr­ir flokk, sem hef­ur ekki launaða starfs­menn, að koma sam­an fram­boðslist­um þegar fyr­ir­var­inn er jafn stutt­ur og nú,“ seg­ir enn­frem­ur og bætt við að fram­boðslist­ar flokks­ins verði birt­ir á næstu dög­um.

smari@bb.is

DEILA