372 milljarða þarf í viðhald innviða

Þjóðvegur á Vestfjörðum.

372 milljarða vantar í viðhald helstu innviða landsins, svo sem flugvalla, hafna, vega og fasteigna samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand innviða.

Þetta kem­ur fram í skýrslu um ástand og framtíðar­horf­ur innviða á Íslandi sem verður kynnt á opn­um fundi Sam­tak­a iðnaðarins í dag.

Verst er ástand vega og frá­veitna en ástand­s­ein­kunn þeirra er 2.  Hita­veit­ur, orku­vinnsla og Keflavíkurflugvöllur eru einu innviðirn­ir sem fá ástand­s­ein­kunn 4 sem merk­ir að staða mann­virk­is­ins sé góð og að eðli­legt viðhald þurfi til að halda stöðu þess óbreyttri. Eng­in teg­und innviða fær hæstu ein­kunn sem þýðir að ekki sé þörf fyr­ir um­tals­vert viðhald fyrr en að mörg­um árum liðnum.

smari@bb.is

DEILA