372 milljarða vantar í viðhald helstu innviða landsins, svo sem flugvalla, hafna, vega og fasteigna samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand innviða.
Þetta kemur fram í skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi sem verður kynnt á opnum fundi Samtaka iðnaðarins í dag.
Verst er ástand vega og fráveitna en ástandseinkunn þeirra er 2. Hitaveitur, orkuvinnsla og Keflavíkurflugvöllur eru einu innviðirnir sem fá ástandseinkunn 4 sem merkir að staða mannvirkisins sé góð og að eðlilegt viðhald þurfi til að halda stöðu þess óbreyttri. Engin tegund innviða fær hæstu einkunn sem þýðir að ekki sé þörf fyrir umtalsvert viðhald fyrr en að mörgum árum liðnum.
smari@bb.is