11 prósent meiri afli

Fiskafli íslenskra skipa í september var 125.857 tonn sem er 11% meiri afli en í september 2016. Botnfiskafli nam tæpum 33 þúsund tonnum sem er samdráttur um 8%. Þorskafli dróst saman um 4%, ýsuafli um 5% og afli í ufsa dróst saman um 18% miðað við september í fyrra. Uppsjávarafli nam tæpum 90 þúsund tonnum í september sem er aukning um 21% miðað við september 2016, þar af jókst makrílafli um 32%. Flatfiskaflinn var 1.926 tonn sem er 12% minna en í september 2016. Skel og krabbadýraafli nam 1.198 tonnum  samanborið við 1.096 tonn í september 2016.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá október 2016 til september 2017 var 1.133 þúsund tonn sem er 6% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í september metið á föstu verðlagi var 9,7% minna en í september 2016.

smari@bb.is