Úttekt á stöðu strandveiða

Nú stendur yfir úttekt á stöðu strandveiða. Sjávarútvegsráðuneytið fól Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri að gera úttektina. Á vef Landssambands smábátaeigenda er greint frá að í bréfi sem útgerðir strandveiðibáta hafa fengið segi að í ljósi þess að meiri reynsla er komin á veiðarnar og breytinga sem hafa orðið í rekstri útgerða á síðustu árum sé mikilvægt að kanna stöðu strandveiða á vertíðinni sem lauk í ágúst.

Strandveiðimenn hörmuðu hlutinn sinn í sumar enda var fiskverð lágt, sérstaklega fyrripart sumars.

Landssambandið hvetur strandveiðimenn að taka þátt í könnuninni til að sem marktækust niðurstaða náist.

Í könnunni geta strandveiðimenn komið á framfæri sjónarmiðum sínum um veiðarnar. T.d. er spurt um álit viðkomandi um hvernig eigi að hafa veiðarnar á næstu árum. Til dæmist hvort að banndagar eigi að vera með öðrum hætti en á föstudögum, laugardögum og sunnudögum, í hvaða mánuði veiðarnar eigi að hefjast og hvað sé hægt að gera til að strandveiðar þjóni byggðunum betur.

smari@bb.is

DEILA