Útgerðum hefur fækkað um 60 prósent

Samþjöppun í sjávarútvegi hefur haldið áfram á síðustu 12 árum. Útgerðarfyr­ir­tækj­um með afla­hlut­deild hef­ur fækkað um næst­um 60% á 12 árum. Alls áttu 946 út­gerðarfyr­ir­tæki afla­hlut­deild á fisk­veiðiár­inu 2005/​2006 en nú deila 382 fyr­ir­tæki hlut í afl­an­um. Fjöldi út­hlutaðra þorskí­gildist­onna er þá næst­um sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Þetta kem­ur fram á vef Fiski­stofu.

Litl­ar breyt­ing­ar eru á hvaða fyr­ir­tæki eru í efstu sæt­un­um frá því sams kon­ar upp­lýs­ing­ar voru birt­ar í mars síðastliðnum, í kjöl­far út­hlut­un­ar afla­marks í deili­stofn­um um ára­mót­in og viðbótar­út­hlut­un­ar á loðnu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu Fiski­stofu.

Eins og und­an­far­in ár eru HB Grandi og Sam­herji í tveim­ur efstu sæt­un­um. HB Grandi er með um 10,4% af hlut­deild­un­um en var í mars með 11,3%. Sam­herji er með 6,2%. Sam­an­lagt ráða þessi tvö stærstu út­gerðarfyr­ir­tæki lands­ins því yfir 16,6% af hlut­deild­un­um í kvóta­kerf­inu. Í 3. til  5. sæti eru Síld­ar­vinnsl­an í Nes­kaupstað, Þor­björn í Grinda­vík og FISK-Sea­food Sauðár­króki. Efninu tengd, má geta þess að fyrir örfáum dögum keypti FISK-Seafood allt hlutafé í Soffaníasi Cecilssyni hf. á Grundarfirði en fyrirtækið ræður yfir 3.200 tonna kvóta í þorskígildum talið.

smari@bb.is

DEILA