Tombólustrákar

Tómas Elí Vilhelmsson, Grétar Smári Samúelsson og Hákon Ari Heimisson

Þeir Grétar Smári Samúelsson, Hákon Ari Heimisson og Tómas Elí Vilhelmsson söfnuðu saman gömlu dóti sem fjölskyldur þeirra voru hættar að nota og héldu á dögunum tombólu í Neista á  á Ísafirði. 

 Þeir söfnuðu 2.518 kr. sem þeir færðu Rauða krossinum á Ísafirði. Peningarnir sem söfnuðust fara í að styðja við munaðarlaus börn í Sómalíu.

 Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað saman öllum fjármunum sem berast frá tombólubörnum síðan 2012 og fyrir þá fjármuni hafa verið byggð heimili  eða fjölskylduhús fyrir fyrir munaðarlaus börn í bænum Hargeisa í Sómalíu. Í hverju húsi búa 18 börn á aldrinum 0 til 16 ára ásamt fullorðnum sem annast þau. Nú hafa fleiri komið að verkefninu og er fjórða húsið nú í byggingu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða hálfmánann á svæðinu. 

bryndis@bb.is

DEILA