Tímabilið búið hjá Matthíasi

Matthías hefur verið lykilmaður í liði Rosenborgar.

Matthías Viljálmsson spilar ekki meira með Rosenborg á tímabilinu. Hann varð fyrir hnémeiðslum í æfingarleik við Strindheim í fyrradag. Matthías fór ef velli eftir fimm mínútna leik og það kemur í ljós eftir frekari rannsóknir hvort að hann þurfi að gangast undir hnífinn. Rosenborg er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir 20 umferðir. „Ég hef áhuga að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur og kannski get ég notað tækifærið núna þegar ég er ekki að spila til að læra eitt og annað af þjálfurunum,“ segir Ísfirðingurinn í viðtali á vefsíðu Roseborgar.

Matthíast segir virkilega leiðinlegt að meiðast núna, hann hafi spilað sinn besta fótbolta á ferlinum í sumar en hann er staðráðinn í að horfa jákvæðum augum fram veginn og koma til baka sem sterkari leikmaður.

smari@bb.is

DEILA