Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn stærst

.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vís­is sem gerð var í gær. Hvor flokk­ur fengi um 23 pró­sent.

Pírat­ar eru þriðji stærsti flokk­ur­inn sam­kvæmt könn­un­inni en 13,7 pró­sent svar­enda segj­ast myndu kjósa flokk­inn. Flokk­ur fólks­ins fengi tæp 11 pró­sent og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengi rúm 10 pró­sent. Þá fengi Björt framtíð rúm 7 pró­sent og Viðreisn og Sam­fylk­ing­in fengu rúm 5 pró­sent.

Yrðu þetta niður­stöðurn­ar fengju átta flokk­ar menn kjörna á þing. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Vinstri græn fengju 15 þing­menn hvor, Pírat­ar fengju 9 þing­menn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Flokk­ur fólks­ins fengju 7 menn hvor, Björt framtíð héldi í horf­inu með fjóra þing­menn. Þá fengju Viðreisn og Samfylking­in þrjá menn hvor.

Þetta myndi þýða tölu­verðar breyt­ing­ar á þingstyrk flokk­anna. Í kosn­ing­un­um í fyrra fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 21 þing­mann, Vinstri græn og Pírat­ar 10 þing­menn hvor, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 8 þing­menn, Viðreisn 7, Björt framtíð 4 þing­menn og Sam­fylk­ing­in þrjá þingmenn kjörna.

smari@bb.is

DEILA