Sigmundur vildi Harald Benediktsson

Haraldur Benediktsson.

Haraldi Benediktssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, var boðið að sæti á lista Miðflokksins í komandi kosningum. Frá þessu er greint á vef RÚV. Haraldur þáði ekki boðið, en hann ætlar að bjóða sig fram aftur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og allar líkur á að hann muni áfram leiða listann í kjördæminu. Miðflokkurinn er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Haraldi var boðið 1. sæti í Norðvesturkjördæmi, sem í frétt RÚV er sagt „öruggt sæti á lista Miðflokksins“.

„Þetta var nú ósköp vel meint og ég vona sannarlega að þeim gangi vel í sínu,“ er haft eftir Haraldi í fréttinni og jafnframt að það komi honum ekki á óvart að Miðflokkurinn beri í hann víurnar í ljósi áherslna hans í byggða- og landbúnaðarmálum sem eru í anda skandinavískar miðflokka.

smari@bb.is

DEILA