Ebitda-hagnaður níu af stærstu útgerðum landsins dróst saman á milli ára í öllum tilvikum nema einu, samkvæmt samantekt ViðskiptaMoggans. Lækkunin er á milli 6 og 41% eða um 15% að meðaltali hjá fyrirtækjunum níu. Lækkunin er svipuð og sem nemur styrkingu krónu á liðnu ári en hún nam 16%. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að í ársreikningum fyrirtækjanna kristallist versnandi staða í sjávarútvegi sem helst er rakin til hækkandi gengis krónunnar.
smari@bb.is