Hagnaður þeirra stærstu dregst saman

Ebitda-hagnaður níu af stærstu út­gerðum lands­ins dróst sam­an á milli ára í öll­um til­vik­um nema einu, sam­kvæmt sam­an­tekt ViðskiptaMogg­ans. Lækk­un­in er á milli 6 og 41% eða um 15% að meðaltali hjá fyr­ir­tækj­un­um níu. Lækk­un­in er svipuð og sem nem­ur styrk­ingu krónu á liðnu ári en hún nam 16%. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að í ársreikningum fyrirtækjanna kristallist versnandi staða í sjávarútvegi sem helst er rakin til hækkandi gengis krónunnar.

smari@bb.is

DEILA