G. Valdimar sækist eftir embætti stjórnarformanns

G. Valdimar Valdemarsson

G. Valdimar Valdemarsson oddviti Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi býður sig fram í embætti stjórnarformanns á ársfundi Bjartrar framtíðar sem haldinn er á morgun. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að Óttar Proppé bjóði sig fram í embætti formanns og ef ekki bætast við frambjóðendur verður hann sjálfkjörin.

Eins og er stendur valið í stjórnarformannsembættið milli G. Valdimars og Guðlaugar Kristjánsdóttur oddvita Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en framboðsfrestur rennur ekki út fyrr í en í upphafi fundar svo enn gæti bæst við frambjóðendur.

bryndis@bb.is

DEILA