Fundi SA frestað

Samtök atvinnulífsins efnir til opinna funda í september og október undir yfirskriftinni „Hvað gerist 2018“. Til stóð að halda fund á Ísafirði á fimmtudaginn en honum hefur verið frestað enda segjast forsvarsmenn SA ekki geta keppt við stórviðburði eins og hátíðarsprengingu Dýrafjarðarganga eða Íslensku sjávarútvegssýninguna sem haldin er í vikunni. Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir að ný dagsetning verði ákveðin innan skamms.

bryndis@bb.is

DEILA