Eva Pandóra sækist áfram eftir fyrsta sætinu

Eva Pandora Baldursdóttir

Nú liggur það fyrir að kostið verður í lok október eða byrjun nóvember og stjórnmálaflokkar þurfa að hafa hraðar hendur með að raða á lista sínu fólki. Það er stutt frá síðustu kosningum og sitjandi þingmenn margir hverjir nýbúnir að ganga í gengum prófkjör eða forvöl á sínum heimavöllum. Næstu daga má því búast við að fréttir berist af fyrirætlunum sitjandi þingmanna og þeirra sem sækjast eftir sæti á framboðslistum.

Eva Pandóra Baldursdóttir þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi ríður á vaðið og hefur gefið út yfirlýsingu um að hún sækist eftir að leiða lista Pírata í kjördæminu. Í fréttatilkynningu frá Evu segir að hún hafi lagt áherslu á aukið gengsæi í stjórnsýslunni, aukið traust og áhuga almennings á stjórnmálum og verkefnum Alþingis. Í stefnuræðu sinni í við upphaf nýsetts þings þann 13. september hafi henni verið tíðrætt um mikilvægi þess að ástunda góða og opna stjórnsýslu, heiðarlega umræðu og virðingu fyrir skoðunum annara. Eva heitir því að berjast af einurð gegn leyndarhyggju, frændhygli, sérhagsmunagæslu og spillingu.

bryndis@bb.is

DEILA