Erla ráðin fjármálastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar

Erla Kristinsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 17. ágúst og bárust sjö umsóknir um starfið. Erla er fædd árið 1979.  Hún lauk B.Ed. námi 2006 og MA námi í alþjóðasamskiptum frá University of Kent í Brussel 2009. Þá lauk hún námi sem viðurkenndur bókari við Háskólann í Reykjavík árið 2011 og M.Acc. gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla í janúar 2016.

Erla starfaði áður sem kennari í tungumálum og bókfærslu við grunnskólann í Bolungarvík og á Seltjarnarnesi en frá 2006 hefur hún einkum starfað við bókhald, afstemmingar, launaútreikninga, gerð ársreikninga og framtala, rekstraruppgjör og áætlanagerð. Á árunum 2009-2014 var Erla með eigin rekstur á sviði bókhalds en hefur síðustu ár starfað á endurskoðunarsviði KPMG í Reykjavík.

Aðrir umsækjendur um stöðuna voru;

Abdelli Mohammed

Jón Ingi Skarphéðinsson

Kristinn H. Gunnarsson

Margrét Högnadóttir

Maron Baldursson

Þuríður Sigurðardóttir

smari@bb.is

DEILA