Elín Marta Eiríksdóttir fyrst í mark

Hin árlega þríþraut Craft fór fram á laugardaginn og að sögn Kristbjörns R. Sigurjónssonar fór keppnin vel fram og veðrið var gott. Þátttaka hefði mátt vera betri en þeir sem tóku þátt voru alsælir.

Keppt var bæði í einstaklings og liðakeppni. Mazzi og frændsystkinin sigruðu liðakeppnina á tímanum 01:11:41 en liðið skipuðu Rakel, Marzellíus og Guðmundur. Fljótust í mark af einstaklingum var Elín Marta Eiríksdóttir á á tímanum 01:14:33 en fast á hæla hennar koma Atli Þór Jakobsson á 01:15:53 og í þriðja sæti var Katrín Pálsdóttir á 01:16:18.

Meðfylgjandi myndband tók Hlynur Kristjánsson

bryndis@bb.is

DEILA