Byggingarkostnaður hækkar

Hagstofan spáir miklum íbúðafjárfestingum.

Vísi­tala bygg­ing­ar­kostnaðar reiknuð um miðjan sept­em­ber 2017 hef­ur hækkað um 1,5% frá fyrri mánuði. Inn­lent efni hækkaði um 4,1% (áhrif á vísi­tölu 1,5%), vél­ar, flutn­ing­ur og orku­notk­un hækkaði um 0,7% milli mánaða (0,1%) en verð á inn­fluttu efni lækkaði um 0,6% (-0,1%). Á síðustu tólf mánuðum hef­ur vísi­tala bygg­ing­ar­kostnaðar hækkað um 3,0%, seg­ir í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

smari@bb.is

DEILA