F.v. Helga Björt Möller tónlistar- og útvistarráðherra, Ásgerður Þorleifsdóttir ráðherra tísku og frjálsra viðskipta, Arna Lára Jónsdóttir fjárveitingaráðherra, Katrín Pálsdóttir afreksmannaráðherra, Heiða ferðalagaráðherra, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir afþreyingarráðherra, Þórdís Sif Sigurðardóttir veislumálaráðherra, og Ólöf Dómhildur ráðherra menningar og lista. Á myndina vantar Nanný Örnu Guðmundsdóttir forseta, Hafdísi Gunnarsdóttir fossa- og laxamálaráðherra, Höllu Míu upplýsingaráðherra og Elínu Mörtu Eiríksdóttur framkvæmdamálaráðherra.

 

Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Afrekskvennahópurinn Gullrillurnar héldu neyðarfund í hádeginu vegna ástandsins í þjóðfélaginu og gangast við ábyrgð sinni. Hafa þær stillt upp ríkisstjórn sem mun taka við um leið og færi gefst.

Þær sendu frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Eftir fjölmargar áskoranir höfum við ákveðið að gangast við þeirri ábyrgð og trausti sem okkur hefur verið sýnd og mynda nýja ríkisstjórn. Ljóst má þykja að við munum gera veigamiklar breytingar á verkefnum og verkaskiptingu ríkisstjórnarinnar til hins betra.

Ný ráðuneyti verða stofnuð og önnur lögð niður. Erum á fullu að skipta bittlingunum á milli okkar. 

Nanný Arna Guðmundsdóttir verður að sjálfsögðu nýr forseti enda með mikla reynslu, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir hefur samþykkt að verða nýr afþreyingaráðherra. Leitað verður til Hafdísar Gunnarsdóttur að taka að sér nýtt embætti laxeldis-og drykkjumála, Ólöf Dómhildur mun sinna menningu og listum, Heiða er nýr ferðalagaráðherra, Katrín Pálsdóttir verður afreksmálaráðherra, Þórdís Sif Sigurðardóttir mun verða veislumálaráðherra og sjá um einhverja pappírsvinnu nýrrar ríkisstjórnar, Arna Lára Jónsdóttir tekur að sér það vandasama verk fjárveitingaráðherra, Helga Björt Möller verður tónlistar- og útivistarráðherra, Ásgerður Þorleifsdóttir verður ráðherra tísku og frjálsra viðskipta. Halla Mia verður upplýsingaráherra og til að stýra heila klabbinu ætlar Elín Marta Eiríksdóttir að taka að sér verkstjórn og verður nýr framkvæmdaráðherra.

Þessi ríkisstjórn lofar eintómri gleði og hamingju.

bryndis@bb.is

DEILA